Þú kemur og kaupir keramikhlut, innifalið er verði hlutar er málning, verkfæri, tveir tímar í sal, glerjun og brennsla. Úrvalið er frábært, bollar, skálar, bakkar, styttur, luktir o.fl. Fleiri en 150 vörunúmer.
Næst velur þú þér alla þá liti sem þig langar að nota á fallega litabarnum okkar. Allir litir og verkfæri eru innifalin í verði keramikhlutarins.
Eftir að hafa átt frábærar ca tvær klukkurstundir, skilur þú fallega hlutinn þinn eftir hjá okkur og við glerjum hann og brennum í leirbrennsluofnunum okkar.
Viku eftir heimsóknina þína getur þú komið við og sótt hlutinn þinn. Heimsending út á land og erlendis er valmöguleiki.
Ef þú ert extra mikill „noztrari“ og nærð ekki að fullvinna hlutinn þinn í einni heimsókn, bjóðum við upp á eitt aukaskipti í sal í tvær klukkustundir alla virka daga. Eftir það býðst að kaupa sæti í sal í tvær klukkustundir í senn.