Þú kemur og kaupir keramikhlut, innifalið er málning, glerjun og brennsla. Úrvalið er frábært, bollar, skálar, bakkar, styttur, luktir o.fl. Fleiri en 150 vörunúmer.
Næst velur þú þér alla þá liti sem þig langar að nota á fallega litabarnum okkar. Allir litir og verkfæri eru innifalin í verði keramikhlutarins.
Eftir að hafa átt frábærar ca tvær klukkurstundir, skilur þú fallega hlutinn þinn eftir hjá okkur og við glerjum hann og brennum í leirbrennsluofnunum okkar.
Viku eftir heimsóknina þína getur þú komið við og sótt hlutinn þinn. Heimsending er líka valmöguleiki ef þú hefur ekki tök á að koma og sækja.