Ungir sem aldnir geta komið og upplifað ljúfa stund og notið þess að gleyma sér í skapandi vinnu. Þetta virkar þannig að þú kaupir þér keramikhlut og innifalið í verði hlutarins er allt ferlið, málning, verkfæri, glerjun og brennsla og svo auðvitað ca 2 klst dásemdar upplifun. Langflestir hlutirnir okkar er á verðbilinu 3.500 - 5.500.- t.d. bollar, skálar, styttur ofl. Svo erum við með ódýrari hluti og dýrari.
Starfsfólkið er tilbúið að hjálpa þér með spurningar, aðferðir og góð ráð. Hver sem er getur tekið þátt og möguleikarnir eru óþrjótandi.